

Ég stend á svartri klettaströnd
Stari út á hafið
Það starir á móti með sægrænum augum
Og hvítfextar brúnir
Og ég spyr: ,, Hefur þú ekki fengið nóg?”
Ég stend á hvítsendri strönd
Stari út á hafið
Það sem öldurnar leika sér við fuglana
Og hylla Ægi konung með gljáfrandi hlátri
Og ég spyr: ,, Hefur þú ekki fengið nóg?”
Ég stend á sjávarströnd
Stari út á hafið
Það loks svarar mér hryssingslega
Og skvettir seltunni á mig:
,,Aldrei, aldrei fæ ég nóg. Alltaf mun ég taka og gefa
Eins og ég vil og enginn mun geta breytt því...”
Stari út á hafið
Það starir á móti með sægrænum augum
Og hvítfextar brúnir
Og ég spyr: ,, Hefur þú ekki fengið nóg?”
Ég stend á hvítsendri strönd
Stari út á hafið
Það sem öldurnar leika sér við fuglana
Og hylla Ægi konung með gljáfrandi hlátri
Og ég spyr: ,, Hefur þú ekki fengið nóg?”
Ég stend á sjávarströnd
Stari út á hafið
Það loks svarar mér hryssingslega
Og skvettir seltunni á mig:
,,Aldrei, aldrei fæ ég nóg. Alltaf mun ég taka og gefa
Eins og ég vil og enginn mun geta breytt því...”