Um vonina
Ef aðeins allir fengju svo jákvæða reynslu á lífsleiðinni,
að þeir geisluðu af hamingju og von
alla ævi.
En svo er því miður ekki.
Það getur enginn, nema þú sjálfur
fundið og ræktað vonina
og jákvæðu hæfileikana.
En það krefst ekki mikils andlegs sigurs,
að finna vonina.
Hún er þarna, við hliðina á þér,
hún situr á orkustýflum
jafnt sem lausu lofti
og bíður; hún er einmana.
Þótt hún sé vonin, er vel þess vert
að líta á hana sem einstakling
og reyna að láta hana ekki verða einmana.
Hún er sannarlega traustur vinur.
Hún hendir frá sér andartakinu,
bara til að bjarga þér.
Vertu þakklátur fyrir að hún sé til staðar.
Og hún er, ásamt kærleikanum,
þinn besti vinur,
þar sem þau tvö gefa aldrei undan
og gefast aldrei upp á þér.
Ef þú missir sjónar á þeim,
er það af því þú hefur gengið í burtu,
en ekki þau.
Þau elta þig þó nær oftast,
þar sem þeim þykir svo afskaplega vænt um þig
að þau geta vart hugsað sér að lifa án þín.
Og af hverju skyldum við svo oft
snúa baki við voninni?
Oftast fylgjast vonin og kærleikurinn að,
og má sjá að fólk sem geislar af
vingjarnlegheitum og hamingju,
færir öðrum von,
því það hefur komið sinni svo traustlega fyrir
að það reynir að bera styrk hennar
til næstu manna.
Og þeir sem eiga enga von,
finna oft ekki kærleikann
sem í lífi þeirra er,
þrátt fyrir allt.
Lífið er erfitt,
en við komumst lítið áfram,
nema fyrir vonina á annarri öxlinni
og kærleikann á hinni.
En mundu bara,
að þú getur ekki orðið vonlaus,
ef þú hefur fundið þína von.
Þá verður hún alltaf til staðar,
og situr með kærleikanum.
Ef þú talar ekki við þau,
tala þau við hvort annað.
En allir heyra til þeirra fyrr eða síðar,
það er óhjákvæmilegt.
að þeir geisluðu af hamingju og von
alla ævi.
En svo er því miður ekki.
Það getur enginn, nema þú sjálfur
fundið og ræktað vonina
og jákvæðu hæfileikana.
En það krefst ekki mikils andlegs sigurs,
að finna vonina.
Hún er þarna, við hliðina á þér,
hún situr á orkustýflum
jafnt sem lausu lofti
og bíður; hún er einmana.
Þótt hún sé vonin, er vel þess vert
að líta á hana sem einstakling
og reyna að láta hana ekki verða einmana.
Hún er sannarlega traustur vinur.
Hún hendir frá sér andartakinu,
bara til að bjarga þér.
Vertu þakklátur fyrir að hún sé til staðar.
Og hún er, ásamt kærleikanum,
þinn besti vinur,
þar sem þau tvö gefa aldrei undan
og gefast aldrei upp á þér.
Ef þú missir sjónar á þeim,
er það af því þú hefur gengið í burtu,
en ekki þau.
Þau elta þig þó nær oftast,
þar sem þeim þykir svo afskaplega vænt um þig
að þau geta vart hugsað sér að lifa án þín.
Og af hverju skyldum við svo oft
snúa baki við voninni?
Oftast fylgjast vonin og kærleikurinn að,
og má sjá að fólk sem geislar af
vingjarnlegheitum og hamingju,
færir öðrum von,
því það hefur komið sinni svo traustlega fyrir
að það reynir að bera styrk hennar
til næstu manna.
Og þeir sem eiga enga von,
finna oft ekki kærleikann
sem í lífi þeirra er,
þrátt fyrir allt.
Lífið er erfitt,
en við komumst lítið áfram,
nema fyrir vonina á annarri öxlinni
og kærleikann á hinni.
En mundu bara,
að þú getur ekki orðið vonlaus,
ef þú hefur fundið þína von.
Þá verður hún alltaf til staðar,
og situr með kærleikanum.
Ef þú talar ekki við þau,
tala þau við hvort annað.
En allir heyra til þeirra fyrr eða síðar,
það er óhjákvæmilegt.
Hugvekja úr pistlasafninu (2002).