Kveiktu bara nýjan eld

Ég er sokkinn upp að hnjám
í sjálfsvorkun og eymd.
Stari út um gluggann
og mála lífið
blýgráum tónum
úr öskunni
frá eldinum
sem kulnaður er
í brjósti mínu.  
Dalurinn
1950 - ...


Ljóð eftir Dalinn

Kveðja
Getulaus
Það andaði köldu á milli okkar.
Þegar ég sá hana.
Ósk \"Fjallkonunnar\"
Frétt ,spurning, svar.
Kveiktu bara nýjan eld
Dóttir
Beðið
Gömul ást