Lífið..
Allt sem ég geri í þessu lífi
Mun skilgreina hver ég er
En þótt að ég bíði og bíði
Veit ég ekki enn hvert ég fer

Lífið hefur margt að bjóða
En ég ákveð hvað ég vel
Verð að bíða eftir því góða
Svo ég endi ekki inni í skel

Ég hef elskað áður
Og vona að ég geri senn
Hann verður að vera allsgáður
Það á um alla menn

Lygarnar, pínan og kvölin
Sem fylgdu þessum draug
Eiturlyfjabölið
Alla ást í burtu saug

Lífið áfram gengur
Skref fyrir skref
Ég vil ekki lengur
Vera í þessari holu sem ég gref

Hamingja og gleði
Depurð og sorg
Verð ég vitlaus á geði
Í Reykjavíkurborg?

Hreinskilni er mikilvæg
Hlutur sem fólk á sér að temja
Hamingjan í heiminum er næg
Ekki vera með leiðindi og aðra gremja

Tíminn læknar sárin
Það get ég ykkur sagt
Hann þurrkaði burt tárin
Og núna er allt bjart

Framtíðin bíður
Góðleg á svip
Skrýtið hvað tíminn líður
Þegar ég hef traust grip

Allir ganga með grímu
Leyna sínum innri manni
Þess vegna samdi ég þessa rímu
Því þetta er ekki að gamni
 
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín