The L-word
Mig langar að segja þér svo margt
Ég get það bara ekki
Hlutirnir sem ég get ekki sagt
Binda mig í hlekki

Viltu fá að vita
Hvað leynist í mínum huga
Það sem ég hér ekki rita
Eða er það ekki smuga

Á ég að segja þér það
Eða á ég að gleyma þessu
Þú veist ekki hvað
Ég er undir mikilli pressu

Allt er svo erfitt
Hvað á ég að gera
Ráðvillta hjartað mitt
Segir mér að vera

Ég skal reyna
Að opna mitt hjarta
Engu þig leyna
Gefa þér framtíð bjarta

Ég þarf að segja þér
Einn hlut um mig
Ekki fara frá mér
Af því ég elska þig
 
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín