Án þín
Þegar þú fórst,
kvaddir þennan heim.
Varð mér það ljóst,
að eftir stóð ég ein.

Tómleiki birtist,
vonleysi og eymd.
Allt virtist,
í kringum mig gleymt.

Depurðin mér hélt,
og vildi ekki sleppa.
Ég gat ekkert gert,
eilífð sálarkreppa.

Ég mun alltaf bíða,
bíða eftir þér.
Tíminn mun líða,
ég alein með sjálfri mér.

Sorgin tók mig,
sagði að ég væri sín.
Þegar ég missti þig,
varð ég hennar - án þín.  
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín