Hver veit?
Hvernig á lífið að vera
Eintóm hamingja og ást
Hvað þarf ég að gera
Vera döpur og þjást

Mér finnst ég vera bundin
Markmið mín svo langt frá mér
Hvenær verð ég fundin
Af einhverju sem verður alltaf hér

Vil ég vita hvað gerist
Hvað framtíðin mín ber
Einn daginn mun það lærast
Að það fer sem fer

Það er tilgangur með því sem ég geri
Sama hvað það er
Þessar byrðar sem ég held að ég beri
Eru kannski ímyndun í mér



 
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín