Óviss
Óvissan er að fara með mig
Hvað viltu með mig og þig
Viltu að ég fari
Eða viltu að ég veri

Á ég að bíða og sjá
Eða fara þér frá
Ég get ekki ákveðið mig
Ég set ábyrgðina á þig

Hugur minn segir mér að láta þig vera
Kannski er það, það sem ég ætti að gera
Afhverju þarf þetta alltaf að vera svona
Þetta er ókosturinn við að vera kona

Hugsum of mikið um allt
Svo mikið að að hjartað verður stundum kalt
Viltu hita það aftur
Ég vildi að í þér byggi sá kraftur

Ég er þreytt á sjálfri mér
Þetta veltur allt á þér
Ákveddu þig
Þá veit ég hvað verður um mig
 
Elva D.
1985 - ...


Ljóð eftir Elvu D.

Lífið..
Óviss
The L-word
Andinn
Fortíð, nútíð og framtíð
Hver veit?
Án þín