

það þurfti ekkert minna en
átta metra ævintýri á sandölum
þung augnlok
og rauðan
risa
sleikjó
í skuggahverfinu
til að vekja
í okkur systrum æskuna
eitt síðdegi
gengum við í barndóm
þræddum öngstræti
og krákustíga
í gamla
hverfinu
til að hafa forskot
grindverkin oddhvöss eins og fyrr
og buxurnar aftur
rifnar
á rassinum
átta metra ævintýri á sandölum
þung augnlok
og rauðan
risa
sleikjó
í skuggahverfinu
til að vekja
í okkur systrum æskuna
eitt síðdegi
gengum við í barndóm
þræddum öngstræti
og krákustíga
í gamla
hverfinu
til að hafa forskot
grindverkin oddhvöss eins og fyrr
og buxurnar aftur
rifnar
á rassinum
við upphaf listahátíðar í maí 2007
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi