Innileg ást
Finnur þú fingur mína
Snerta fingur þína
Af innilegri ást
Finnur þú hjarta mitt
Slá í takt við þitt
Af innilegri ást

Finnur þú tímann líða
Og hvað ég læt hann bíða
Af innilegri ást
Finnur þú hvernig ég
Horfi á þig
Af innilegri ást

Finnur þú hvernig við
Þjótum áfram
Af innilegri ást
Finnur þú hvernig allt stoppar
Hvernig allt okkar
Hverfur...
Af innilegri ást?  
Kristjana
1990 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Innileg ást
Helblár himinn
Snjókoma
Breim
Hugarórar
Girnd
ég er ekki ein
Svona er lífið.
fastur.
endastöð
.
þess virði
Viðbúið
Léttúðleg sjálfsmorðssaga