endastöð
Það var spurningin,
Er líf eftir dauðann?
Er lífið kannski síðasta stoppistöðin?

Litlir hvítir strætóar með fullsetin sæti.
Litlir, stórir, allir að bíða eftir sama svarinu.

Svo kemur einn blár, svona himinslita.
Bílstjórinn situr og hnygglir í brýrnar,
opnar ískrandi hurðarnar og setur bílinn í handbremsu.

Inn stígur lítil stúlka, augun full af eftirvæntingu og gleði,
Samt eru flestir sem sjá,
Aðeins sorg og sút á brá.

Kannski fær hún svörin seinna?
Kannski heldur hún áfram fleiri að heilla?

Inn kemur ungur maður,
Sest í sætið, líkar vel,
Ætli hann hafi vitað hvað átti að ske?

,,Endastöð”, hrópar bílstjórinn,
en enginn kemst aftur út,
aðeins bílstjórinn veit hvað fyrir bestu er,
já, það einn hann veit.
 
Kristjana
1990 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Innileg ást
Helblár himinn
Snjókoma
Breim
Hugarórar
Girnd
ég er ekki ein
Svona er lífið.
fastur.
endastöð
.
þess virði
Viðbúið
Léttúðleg sjálfsmorðssaga