Trúður glatast
Afhverju er auðveldara að fljúga yfir stóru fjöllin handan fjarðarins,
en að klofa skaflinn við fætur þér?

Farðinn rennur, en andlitið kemur samt ekki í ljós.
Það er óþekkjanlegt afþví það hefur aldrei neinn séð það.
Ekki einu sinni þú sjálfur því þú getur ekki heldur séð þig.
Getur ekki horft.
Þegar þú horfir, lítur spegilmyndin undan.

Leggjumst á trúðinn, drekkjum honum í spritti og skálum yfir líkinu.
Líkið bauð til erfidrykkju en drekkur sennilega eitt,
og líklegast ekki neitt.  
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi