Haustvísur
Klæðumst kyrrðinni í rökkrinu
á köldum haustkvöldum.
Er mér haustið efst í huga,
hamast norðanvindurinn
á glugganum.
Götuljósin rauða birtu gefa
og girndir mína sefa
því hugur minn er heima
með haustinu.
Heimur heima,
er mig að dreyma?
Um mig hvergi kuldi lengur,
og hvergi að mér laumast
vættir dauðans.
Í fangi mér: fágætur fengur;
að finna ekkert.
Því hugur minn er heima
með haustinu.
á köldum haustkvöldum.
Er mér haustið efst í huga,
hamast norðanvindurinn
á glugganum.
Götuljósin rauða birtu gefa
og girndir mína sefa
því hugur minn er heima
með haustinu.
Heimur heima,
er mig að dreyma?
Um mig hvergi kuldi lengur,
og hvergi að mér laumast
vættir dauðans.
Í fangi mér: fágætur fengur;
að finna ekkert.
Því hugur minn er heima
með haustinu.