Týpa
Við erum öll týpa

...með lífið í lúkunum
á lúkunum
á fingrum, úlnliðum, olnbogum, herðum
höfði, hnjám og tám

...með framtíð í snyrtilegum stöflum
og vel samanbrotna lífshamingju,

en eftir langan dag
er gott
að henda lífinu í hrúgu við rúmgaflinn
Ganga frá á morgun.  
Pála D. Guðnadóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Pálu D. Guðnadóttur

Vitnisburður minn um tilvist þína
Haustvísur
Svartur Köttur
Eirðarlestur
Týpa
Lífsbaráttusinni
Prófkvíðakvæði
Bréf til einskis