Lífsbaráttusinni
Það var daginn sem ég
týndi mér
og týndi þér og hinum,
öllum þessum stórkostlegu,
mikilvægu vinum,
sem lífið kom og hrifsaði
úr hugarheimi mínum
þanka þá sem undu ei
í hugarheimi þínum.

Þá skildi ég að lífið vart er
gott án vina minna,
sem alla tíð ég muna mun
og mér er skylt að sinna.
Því góðra vina leitum við,
þá erfitt er að finna
í veröld sem ei veitir lið
við lífsbaráttusinna.  
Pála D. Guðnadóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Pálu D. Guðnadóttur

Vitnisburður minn um tilvist þína
Haustvísur
Svartur Köttur
Eirðarlestur
Týpa
Lífsbaráttusinni
Prófkvíðakvæði
Bréf til einskis