barnið okkar,,tónninn!

Við vorum ung, svo ósnortar fiðlur að feta hamingjunarveg
Hljómur okkar sameinaðist í hjörtunum, ástin var okkar mein.

Við vorum tvö, húsið, fjaran og við tvö
Lífið spratt í kring, loforðin voru svo mörg, svo full af von.

Mánuðir liðu án vitneskju um þær breytingar er á eftir stigu
Hann kom inn í líf okkar, tónninn sem sameinaði okkur að eilífu.
 
Arna Breiðfjörð
1975 - ...
ort til barnsföður míns...


Ljóð eftir Jórunni Örnu Breiðfjörð

Ást
barnið mitt...
Ókunnugar sálir
guttinn minn....
hinnsta sinn
þú týndist....
Vernd
barnið okkar,,tónninn!
opið/lokað hjarta