Við getum ekki dansað meir
Hví skildum við dansa útí niðdimma nótt
er Drottinstími er fjarri og harpan fagra týnd!
Við höfum hér allt þó ekkert sé eftirsótt
og ástin sem var tilreydd hún var aldrei sýnd.
Það er ekki hægt að heimta svo mikið
að hérumbil allt komi að vörmu spori
við getum hvorki dansað né dustað af rykið
af daunillum vetrum sem komu undan vori.
Því mun það réttast að halda í haustið
sem hér hefur ríkt allar síðustu aldir.
Bátur okkar fúinn við bárum hann í naustið
og bráðum verða allir dagar hans taldir.
Það er talsvert fleira sem bíður brota tíma
við berum samt svo fátt og lítið á torg
haustdag einn kaldan er sólin fer að hríma
hefjumst við handa´ og rústum vora borg.
er Drottinstími er fjarri og harpan fagra týnd!
Við höfum hér allt þó ekkert sé eftirsótt
og ástin sem var tilreydd hún var aldrei sýnd.
Það er ekki hægt að heimta svo mikið
að hérumbil allt komi að vörmu spori
við getum hvorki dansað né dustað af rykið
af daunillum vetrum sem komu undan vori.
Því mun það réttast að halda í haustið
sem hér hefur ríkt allar síðustu aldir.
Bátur okkar fúinn við bárum hann í naustið
og bráðum verða allir dagar hans taldir.
Það er talsvert fleira sem bíður brota tíma
við berum samt svo fátt og lítið á torg
haustdag einn kaldan er sólin fer að hríma
hefjumst við handa´ og rústum vora borg.