Á grein
Eins og ást mín er blár skugginn
sem fellur af trénu.

Vindurinn blæs í laufi
og gárar vatnið
sem rennur yfir steinana mjúku
sem hönd þín snertir.

En ugla situr á hárri grein
og fylgir þér eftir með auga sínu
úr auga mínu.
 
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann