Mynd
Ástin mín hvarf í sumarhitanum.

Ég man enn hversu fallega
hárið hennar brann
meðan hún þræddi nálina,
stakk henni gegnum auga hans
og saumaði í það mynd af lítilli stúlku
sem stóð uppi á stól fyrir framan spegilinn
og fléttaði sítt hárið.

Hún lét sig dreyma um konur
í hvítum kjólum . . .

Ég klemmi saman augun,
sé hana fyrir mér með eld í hárinu
þar sem hún situr og strýkur mér
svo blíðlega um vangann.

„Og mundu bara að opna ekki augun
því annars geta þeir blindað þig,
annars geta þeir blindað þig, elskan mín,“
sagði hún í eyra mitt hvíslandi
áður en hún hvarf.
 
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann