

Hún raular lagið og raular lagið
sem svæfir . . .
og raular,
stoppar um stund og bíður,
blístrar laglínu fiðlunnar
sem fyllst hefur af mold.
Trjágreinarnar bærast
utan við opinn gluggann
og mynda undarlegan skugga
á veggnum,
skugga eða draug
sem virðist ógurlegur
en vill þó engum illt.
Hann mun skríða inn um opið
á hverri stundu,
fara yfir mig og inn í mig
svo ég eldist um tuttugu ár
þótt ég sé ennþá yngri
en augun þín
þar sem ég þykist vera létt
eins og laufin á trjánum
og syng fyrir ókunnuga.
sem svæfir . . .
og raular,
stoppar um stund og bíður,
blístrar laglínu fiðlunnar
sem fyllst hefur af mold.
Trjágreinarnar bærast
utan við opinn gluggann
og mynda undarlegan skugga
á veggnum,
skugga eða draug
sem virðist ógurlegur
en vill þó engum illt.
Hann mun skríða inn um opið
á hverri stundu,
fara yfir mig og inn í mig
svo ég eldist um tuttugu ár
þótt ég sé ennþá yngri
en augun þín
þar sem ég þykist vera létt
eins og laufin á trjánum
og syng fyrir ókunnuga.
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)