Bakvið hurð
Ég ber í vegginn
í von um að þú komir,
fel mig síðan bakvið hurðina
og bíð,

minnist þess
þegar þú komst í fyrsta sinn
og hvað ég varð undrandi
að finna þig við hlið mér.

Ég hvísla nafn þitt
aftur og aftur
uns það er ekki lengur þitt,

og renni fingrum
yfir grímuna í höndum mér
ögn kvíðin
fyrir að setja hana á andlitið.
 
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann