Bakvið hurð
Ég ber í vegginn
í von um að þú komir,
fel mig síðan bakvið hurðina
og bíð,
minnist þess
þegar þú komst í fyrsta sinn
og hvað ég varð undrandi
að finna þig við hlið mér.
Ég hvísla nafn þitt
aftur og aftur
uns það er ekki lengur þitt,
og renni fingrum
yfir grímuna í höndum mér
ögn kvíðin
fyrir að setja hana á andlitið.
í von um að þú komir,
fel mig síðan bakvið hurðina
og bíð,
minnist þess
þegar þú komst í fyrsta sinn
og hvað ég varð undrandi
að finna þig við hlið mér.
Ég hvísla nafn þitt
aftur og aftur
uns það er ekki lengur þitt,
og renni fingrum
yfir grímuna í höndum mér
ögn kvíðin
fyrir að setja hana á andlitið.
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)