Eins og hann
Móðir hennar hafði fyllt hann af einhverju mjúku
meðan hún sjálf sat við klukkuna
og fylgdist með vísunum færast fram á nótt.
Þetta var löngu áður en hún gekk eftir grasinu
með fallega snúna fætur undir særðum himni,
áður en saumarnir opnuðust og hún sá blóðið
renna hægt yfir jörðina og storkna í sólinni.
Hún snertir hann með fingrunum
og leggur við hann vangann, segir hvíslandi:
„Hann var dökkur á litinn, svo heitur og mjúkur
og fullur af leyndarmálum. Alveg eins og þú.“
Og hún leggur við hann ennið,
augnlokin og varirnar.
meðan hún sjálf sat við klukkuna
og fylgdist með vísunum færast fram á nótt.
Þetta var löngu áður en hún gekk eftir grasinu
með fallega snúna fætur undir særðum himni,
áður en saumarnir opnuðust og hún sá blóðið
renna hægt yfir jörðina og storkna í sólinni.
Hún snertir hann með fingrunum
og leggur við hann vangann, segir hvíslandi:
„Hann var dökkur á litinn, svo heitur og mjúkur
og fullur af leyndarmálum. Alveg eins og þú.“
Og hún leggur við hann ennið,
augnlokin og varirnar.
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)