Eins og hann
Móðir hennar hafði fyllt hann af einhverju mjúku
meðan hún sjálf sat við klukkuna
og fylgdist með vísunum færast fram á nótt.

Þetta var löngu áður en hún gekk eftir grasinu
með fallega snúna fætur undir særðum himni,
áður en saumarnir opnuðust og hún sá blóðið
renna hægt yfir jörðina og storkna í sólinni.

Hún snertir hann með fingrunum
og leggur við hann vangann, segir hvíslandi:
„Hann var dökkur á litinn, svo heitur og mjúkur
og fullur af leyndarmálum. Alveg eins og þú.“

Og hún leggur við hann ennið,
augnlokin og varirnar.
 
Þórdís Björnsdóttir
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)


Ljóð eftir Þórdísi Björnsdóttur

Saman
Súkkulaðikakan
Pappírshjörtu
2.
Draumurinn
Sjálfsmorð
Manstu
Á grein
Í þögn
Mynd
Skuggi á vegg
Í fjörunni
Við árbakkann
Tré
Læstar dyr
Bakvið hurð
Eins og hann