Starfskraftur óskast!
Þegar myrkrið er orðið svo þykkt að hægt er að stinga á það göt, með vasaljósi; slekkur maður á höfðinu, kveikir á vasaljósinu og byrjar að bora holur og göng í dimmuna, svo birtan megi komast að. Þetta er erfiðisvinna sem getur tekið langan tíma en hún er mjög vel launuð. Maður verður bara að grípa vasaljósið og vinna hratt til að ná að búa til pláss fyrir birtu áðuren batteríin klárast. Það þarf svo að muna að kveikja aftur á hausnum þegar maður er búinn, en vera þó tilbúinn að ýta á neyðarstoppið.

Annars er hætta á að lífið verði bara langur dauðdagi.  
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi