Samt sumt
Hér eru svo margar möppur,
og ég veit ekki lengur hvað er í þeim öllum,
en ég veit ég óttast sumt af því,
þessvegna þorði ég ekki að opna þær svo lengi,
og þessvegna veit ég ekki lengur hvað er í þeim öllum.

Mig vantar sumt af því.  
Erla Elíasdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Erlu Elíasdóttur

Bruni um nótt
Án titils
Hjartað er stimpilklukka
Ólga
Það er einskonar
Vandleg andamál
Formendaspá
Samt sumt
2SÞ
Ekkisens