

Ég sá pabba þinn grafa.
Ekki fyrir sandkassa handa þér
í garðinum heima
heldur gröf þína í kirkjugarðinum.
Ég sá þig aftur í í bílnum.
Ekki í bleikum bílstól
heldur lítilli, hvítri kistu.
Ég sá iljar þínar í sónarnum
en ég fæ aldrei að sjá spor þín.
Ég sé engan tilgang.
Ekki fyrir sandkassa handa þér
í garðinum heima
heldur gröf þína í kirkjugarðinum.
Ég sá þig aftur í í bílnum.
Ekki í bleikum bílstól
heldur lítilli, hvítri kistu.
Ég sá iljar þínar í sónarnum
en ég fæ aldrei að sjá spor þín.
Ég sé engan tilgang.