

Svo mikil var birtan
Að halda mátti að sólin sjálf vildi brenna í sundur naflastrenginn.
Eitt tímabil hún entist.
Annað hún hvíldist,
og svo hið þriðja.
Á fjórða rofaði til.
Síðan heiðríkja.
Rigning með köflum og lágskýjað.
Léttir til.
Gengur svo á með éljum.
Suðvestran allhvass, eða stormur,
og við sem héldum að veðrið væri vitlaust.
Að halda mátti að sólin sjálf vildi brenna í sundur naflastrenginn.
Eitt tímabil hún entist.
Annað hún hvíldist,
og svo hið þriðja.
Á fjórða rofaði til.
Síðan heiðríkja.
Rigning með köflum og lágskýjað.
Léttir til.
Gengur svo á með éljum.
Suðvestran allhvass, eða stormur,
og við sem héldum að veðrið væri vitlaust.