Ryksuga og rúsínur
Ryksuga og rúsínur,
rokktónlist
ungur maður
í leðri.

Yngri maður í ull,
seinn á ferð
angar af rettu
af kulda

Hvað segir þú kallinn,
elskan mín
þú mátt alltaf
elta mig

Mig grunar þig vita
af fjöður
bráhárum
óráði

Fjöðurin finnur mig,
taugarnar
svo byrja ég
að flissa

Já elsku kallinn minn,
þú ýtir
mér út á svell
í svartnætti

með tilheyrandi falli og fiðringi í maga
 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu