Maurinn sem varð að veggjatítlu
Við Bernhöftsbakarí lagði rússajeppi
sem í rauninni var reinsróver
og út úr honum sté stórbóndi
eða öllu heldur auðmaður

Ég hvolfdi kaffinu yfir kverkarnar
og tók bita af kleinunni.
Af hverju sit ég svona ein og sýp
úr nautnabankanum niður í botn?

Auðmaðurinn borgaði brauðið
og bakkelsið,
brosti til mín blíðlega
meðan hann beið eftir nótu

Mér fannst ég ætti að falla á knén,
bursta skóna hans með svertu,
setja á mig svuntu og sörvera te.
Maur sem minnkaði, varð að veggjatítlu

(Títlan stækkaði fljótt aftur og fannst þá aftur það sama og áður:
Það er svo trist að sjá bara út um framrúðuna á 4runnernum)
 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu