Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
hipp hopp og háir hælar
og eitís og englaryk.
álfheiður og eydís
fimmtán fuglar í fjöru
og maður sem skokkar
skokkar og heyrir ekki
aðra segja góðan dag
þetta er ísland í dag
segir fólkið
þetta er ísland í dag

rökkur og rok
tuttuguogfjórir metrar á sekúndu
valur og vigdís
tólf keðjutjóðraðar tuðrur
gallar og burtfoknar girðingar
skólabíll og berir fingur
ryðið ryðgar
þetta er ísland í dag
sagði fólk þá
þetta er ísland í dag
 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu