Þægilegur maður og notalegur
Ég hef enga skoðun
á neinu sem máli skiptir, en
læt mig þó flest annað varða,
og til mín taka, ef gerist þess alls ekki þörf.

Ég skil það flest,
sem lítillar hugsunar þarfnast
og velti því öllu mér fyrir,
svo lengi sem tími er til.

Ég fyllist ástríðu
að verulega litlu leiti
ef má ég vera að,
og ekkert er annað, meira urgent.

Ég er ósmeykur
að standa á mínu.
Fastur, ef ekkert er fyrir,
og enginn neitt að því sér.

Ég fagna þér með
því sem þú hefur að segja.
Hlusta, þó án þess að heyra.
Það er svo mikilvægt að vera jákvæður.
 
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi