Sitjandi fólk
Tvisvar verður sá feginn
sem á steininn sest.

Þetta voru venjuleg hjón
- að öllu jöfnu -
en höfðu ánetjast steinasetu
til að meðtaka þennan
notalega feginleik
sem streymdi frá jörðinni.

Á kvöldin gengu þau út
og settust á steinana
fyrir ofan bæinn,
og horfðu út á flóann
þar sem sólin sat á móti þeim
á sjóndeildarhringnum
og starði undrandi
á þetta dularfulla sitjandi fólk.

En smátt og smátt
sigu steinarnir dýpra og dýpra
ofan í jörðina,
og að lokum
hurfu þeir alveg.

Nú haldast þau í hendur
í kvöldrökkrinu,
og horfa yfir auðann melinn
steinlausan með öllu.
 
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur