Tilvera dúfunnar
Í náttmyrkrinu
flýgur dúfa
eins og hvítur sendiboði
yfir gömlum húsum
í miðborginni.

Hjá sumum
táknar þessi dúfa
frið.
En hjá öðrum
sem uppteknir eru af raunveruleikanum
er hún bara venjulegur fugl
með vængi.

Lítil börn heillast af hæfi þessa fugls
þau vilja fljúga
eins og súpermann,
eða flugvél.

Er dúfan bara þarna út af engu
eða er hún að flýja einhvern??
Er hún sjálfsagður hlutur,
eða undraverð sköpun?  
Hrefna Þórarins
1986 - ...


Ljóð eftir Hrefnu Þórarins

Hefur þú???
Tilvera dúfunnar
Alein
Svar óskast
veröld
vangavelta