Svar óskast

Getur einhver sagt mér
hvers vegna lífið
er svo ósanngjarnt?

Ef þið hafið ekki svar á vörum ykkar
þá er það allt í lagi.

Þið getið skrifað mér bréf,
sent mér hugboð,
jafnvel skrifað það í snjóinn
eða hvíslað það að vindinum.

Ef ég fæ ekki svar strax
er ég ráðalaus.

 
Hrefna Þórarins
1986 - ...


Ljóð eftir Hrefnu Þórarins

Hefur þú???
Tilvera dúfunnar
Alein
Svar óskast
veröld
vangavelta