draumkennt svefnleysi
ég reyndi að verjast, samt vann húmið á.
í víti strax breyttist hvítt rúmið þá.
lagðist og yfir limi og bol
lamandi þungi og gapandi hol.
kaldur var svitinn, var nóttin þó svöl
svíðandi óttinn gat logandi böl
rauð götulýsingin læddist inn föl
læstur ég starði á djúpt bælda kvöl.
í glætunni flaut upp fortíðar synd
færðist mér nær og tók á sig mynd.
hendur úr myrkrinu beinhvítar benda.
blóðþyrstar grípa um háls minn á ný.
skil ég nú loks, að mitt líf mun enda
logandi á kafi sektarkennd í.
köld er ber höndin sem kreppist nú grimm.
kafna mun ég þó eigi.
klukkan er orðin korter í fimm
og komið er ljós af degi.
í víti strax breyttist hvítt rúmið þá.
lagðist og yfir limi og bol
lamandi þungi og gapandi hol.
kaldur var svitinn, var nóttin þó svöl
svíðandi óttinn gat logandi böl
rauð götulýsingin læddist inn föl
læstur ég starði á djúpt bælda kvöl.
í glætunni flaut upp fortíðar synd
færðist mér nær og tók á sig mynd.
hendur úr myrkrinu beinhvítar benda.
blóðþyrstar grípa um háls minn á ný.
skil ég nú loks, að mitt líf mun enda
logandi á kafi sektarkennd í.
köld er ber höndin sem kreppist nú grimm.
kafna mun ég þó eigi.
klukkan er orðin korter í fimm
og komið er ljós af degi.
(október 2007)