draumkennt svefnleysi
ég reyndi að verjast, samt vann húmið á.
í víti strax breyttist hvítt rúmið þá.
lagðist og yfir limi og bol
lamandi þungi og gapandi hol.
kaldur var svitinn, var nóttin þó svöl
svíðandi óttinn gat logandi böl
rauð götulýsingin læddist inn föl
læstur ég starði á djúpt bælda kvöl.
í glætunni flaut upp fortíðar synd
færðist mér nær og tók á sig mynd.

hendur úr myrkrinu beinhvítar benda.
blóðþyrstar grípa um háls minn á ný.
skil ég nú loks, að mitt líf mun enda
logandi á kafi sektarkennd í.
köld er ber höndin sem kreppist nú grimm.
kafna mun ég þó eigi.
klukkan er orðin korter í fimm
og komið er ljós af degi.

 
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(október 2007)


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd