Hringrás
Hringrás.
Í sæluvímu
náðin yfir mig færist.
Kyrrðin
Það eina sem ég heyri er ölduniður,
ljúft blakið í vindinum
Fegurðin
Minnir mig á augu hennar
lífsorkuna
og mína björtu framtíð með henni.
Skýin
fela sólina fyrir mér
minna mig á óvissu mína um lífið framundan
ástgrátur þeirra til jarðarinnar
og lífið sem þau færa mér.
Framtíðin
en líkt og ég veit að vatnið fjarar út
og heldur í hringrásina
veit ég að einn daginn held ég aftur á braut
inn í mína hinstu ferð héðan
en held inn í nýja.
Nálægð þín við mig
í hinum efnislausa heimi
fyllir mig tárum
en um leið gleði
Hringrásin
tekur mig inn í vatnið aftur
og ég held aftur á braut
inn í óvissuna
ég mun falla inn í þig
ég mun sameinast þér
og ég verð eitt með þér
í hringrásinni okkar.
Í sæluvímu
náðin yfir mig færist.
Kyrrðin
Það eina sem ég heyri er ölduniður,
ljúft blakið í vindinum
Fegurðin
Minnir mig á augu hennar
lífsorkuna
og mína björtu framtíð með henni.
Skýin
fela sólina fyrir mér
minna mig á óvissu mína um lífið framundan
ástgrátur þeirra til jarðarinnar
og lífið sem þau færa mér.
Framtíðin
en líkt og ég veit að vatnið fjarar út
og heldur í hringrásina
veit ég að einn daginn held ég aftur á braut
inn í mína hinstu ferð héðan
en held inn í nýja.
Nálægð þín við mig
í hinum efnislausa heimi
fyllir mig tárum
en um leið gleði
Hringrásin
tekur mig inn í vatnið aftur
og ég held aftur á braut
inn í óvissuna
ég mun falla inn í þig
ég mun sameinast þér
og ég verð eitt með þér
í hringrásinni okkar.
-samið við lagarfljót á hvíldarstundu í júlílok