

Það var myndin sem fékk mig til að hugsa
myndin af okkur
sem mig hafði dreymt forðum
og er ennþá í hugskotinu
Myndin er púsluspil
gert úr tveimur hlutum
en þeir voru ekki skapaðir af sama púsluspilsgerðarmanninum
mótin eru ekki alveg rétt spegluð á röngunni
af því að þau passa ekki saman
þá þarf bara að ýta létt
og þau falla þá með lagninni
í sama farið
myndin af okkur
sem mig hafði dreymt forðum
og er ennþá í hugskotinu
Myndin er púsluspil
gert úr tveimur hlutum
en þeir voru ekki skapaðir af sama púsluspilsgerðarmanninum
mótin eru ekki alveg rétt spegluð á röngunni
af því að þau passa ekki saman
þá þarf bara að ýta létt
og þau falla þá með lagninni
í sama farið