Þú ert !
Þú ert í lífi mínu dagur
Þú ert í huga mínum nótt
Hver svipur svo bjartur og fagur
Hver fyrstu kynni á mig hafa sótt

í huga mínum vetur, sumar, vor og haust
í hjarta mitt þú skaust
ástarörvar í sálu stungust
bálið ástar af því hlaust

án þín er ég einskis virði
án þín er ég bara skel
án þín ég ekki um mig hirði
dimmir dagar og aðeins hel

en þegar bros þitt bjarta birtist
og augun bláu þau eru þín
þá minn hugur til himna lyftist
því eitt augnablik – þú ert mín

Hvað ég vildi gullmolann eiga
Hvort að rætist óskin sú?
Gæfi allt heimsins prjál til að mega
Segja að þú sért mín nú !
 
Svipur að norðan
1965 - ...
Ort til konunnar sem ég elska af öllu mínu hjarta. Það er engin eins og hún, hefur aldreið verið og mun aldrei verða. Þú ert mér allt og án þín get ég ekki lifað.


Ljóð eftir Svipur

Þú ert !
Ástin mín !
Þú kvaddir
Stolin stund
Margt býr í þokunni
Á ókunnum slóðum
Við urðum eitt
Tár