Stolin stund
Við lögðumst saman niður
Í fallega laut
Horfði í bláu augun
Og andlit þér strauk
Hætt get ei að hugsa um þig
Vill nema þig á braut

Lágum saman hönd í hönd
Tíminn frá okkur flaug
Skiptumst ástarorðum á
Hver í mér titrar taug
Morgunstund gefur gull í mund
En ekki nú –
þetta er stolin stund
 
Svipur að norðan
1965 - ...
Ort til konunnar sem ég elska af öllu mínu hjarta. Það er engin eins og hún, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.
Þú ert mér allt og án þín get ég ekki lifað.


Ljóð eftir Svipur

Þú ert !
Ástin mín !
Þú kvaddir
Stolin stund
Margt býr í þokunni
Á ókunnum slóðum
Við urðum eitt
Tár