Við urðum eitt

Þú komst til mín
Þá allt var hljótt
lagðist hjá mér
kysstir mig skjótt


Komdu, komdu lágt þú sagðir
Hvíslandi í eyra mitt
Horfðir á mig biðjandi
Svo þú þagðir


Mjúkar varir þínar snerti
hljóðin okkar komu lágt
fingur mínir titrandi
í kappi við hraðan andardrátt

varir mínar takmark fundu
urðu saman að einni fléttu
ó, hjartað mitt mig mundu
þú ert mín með réttu

Ástríðurnar um okkur fóru
Hljóðin okkar komu hátt
Í ástarboga við spenntumst
Örvar ástar skutust kátt

við sameinuðumst
urðum eitt
við örmögnuðumst
urðum þreytt

Hvíldum í hvors
annars örmum
Tárin blikuðu á
votum hvörmum

Eins og veifað væri hendi
Var stundin liðin
Þú varst farin
Og aftur kom biðin

Að hitta þig
Að fá þig leitt
Að fá þig kysst
Og að aftur yrðum við eitt 
Svipur að norðan
1965 - ...
Ort til konunnar sem ég elska af öllu mínu hjarta. Það er engin eins og hún, hefur aldreið verið og mun aldrei verða.
Þú ert mér allt og án þín get ég ekki lifað


Ljóð eftir Svipur

Þú ert !
Ástin mín !
Þú kvaddir
Stolin stund
Margt býr í þokunni
Á ókunnum slóðum
Við urðum eitt
Tár