Þú kvaddir
Þú kvaddir mig með kossi
Fæ þig aftur að sjá?
Út í myrkrið sá þig hverfa
farin varstu mér frá
Með þyngsli í hjarta
tár í augum lá

Er kemur þú aftur til mín
Og liggur í örmum mínum
Sé ég einlæga ástúð
Úr Augum skína þínum
Ástaratlot, heitum, mjúkum
Hvort þá öðru sýnum
 
Svipur að norðan
1965 - ...
Ort til konunnar sem ég elska af öllu mínu hjarta. Það er engin eins og hún, hefur aldreið verið og mun aldrei verða.
Þú ert mér allt og án þín get ég ekki lifað.


Ljóð eftir Svipur

Þú ert !
Ástin mín !
Þú kvaddir
Stolin stund
Margt býr í þokunni
Á ókunnum slóðum
Við urðum eitt
Tár