Stór kaupmaður
Á erlendri grundu í snyrtilega umbúnu rúmi.
Á fallegu hóteli,
í gamalli borg,
dregur miðaldra íslenzkur starfandi formaður stjórnar
á sig og utanum,
litla hlédræga hóru, með nálastunguför á lærunum.
Hún kann hann svo vel samt að meta.
Þennan þunnhærða bláeyga kúnna, sem hlær þó svo leiðinlega hátt
að sínum eigin einföldu tippaskrítlum,
og sögur af sér sjálfum.
Því hann tekur þó þrátt fyrir allt,
Svo lítið af hennar tíma.
Svo rumskar hann sveittur og grettinn og ljótur, þegar hurðin lokast á eftir henni
og teygir sig í símann og sendir konunni heima sms; eftir langan og erfiðan dag.
Á fallegu hóteli,
í gamalli borg,
dregur miðaldra íslenzkur starfandi formaður stjórnar
á sig og utanum,
litla hlédræga hóru, með nálastunguför á lærunum.
Hún kann hann svo vel samt að meta.
Þennan þunnhærða bláeyga kúnna, sem hlær þó svo leiðinlega hátt
að sínum eigin einföldu tippaskrítlum,
og sögur af sér sjálfum.
Því hann tekur þó þrátt fyrir allt,
Svo lítið af hennar tíma.
Svo rumskar hann sveittur og grettinn og ljótur, þegar hurðin lokast á eftir henni
og teygir sig í símann og sendir konunni heima sms; eftir langan og erfiðan dag.