

Getur einhver sagt mér
hvers vegna lífið
er svo ósanngjarnt?
Ef þið hafið ekki svar á vörum ykkar
þá er það allt í lagi.
Þið getið skrifað mér bréf,
sent mér hugboð,
jafnvel skrifað það í snjóinn
eða hvíslað það að vindinum.
Ef ég fæ ekki svar strax
er ég ráðalaus.