Á öðrum stað...
Á öðrum stað
er nýtt líf að myndast,
bjart líf að fæðast og
lítill hugur að þroskast.

Á öðrum stað
eru tár að streyma,
reiði að magnast
og sár að gróa.

Á öðrum stað
er ást í loftinu,
þörf fyrir tjáningu
og ljóð líkt og þetta.
 
Signý K.
1982 - ...


Ljóð eftir Signýju

Mennskt svarthol
Á öðrum stað...
Enginn sér
Fangi hugans
Puzzle...
Ég, þú, við.
Strength
Óður til Gríms...