Gömul ást
Á hægri ferð
niður Bankastrætið
skaust óljós sorg
hraðar en hljóðið
léttari en fjöður
gegnum hugann,
í baksýnisspeglinum
þekkti ég strax
þessar ávölu mjaðmir.  
Dalurinn
1950 - ...


Ljóð eftir Dalinn

Kveðja
Getulaus
Það andaði köldu á milli okkar.
Þegar ég sá hana.
Ósk \"Fjallkonunnar\"
Frétt ,spurning, svar.
Kveiktu bara nýjan eld
Dóttir
Beðið
Gömul ást