Vinaminni
Inn á milli fagurra fjallatinda
og firninda, sem náttúruna mynda,
finna má í sælli veröld sinni
sumarhús, sem heitir Vinaminni.
Á botninum í djúpum, fögrum dalnum
dvelur það, í miðjum fjallasalnum.
Hvort sem er, að vori eða að vetri,
veður gerast hvergi á landi betri.
Hér logar ávallt lífsins besti eldur
og logi hans í öllum brjóstum veldur
hamingju og heimsins besta friði,
sem heyra má í tærum lækjarniði.
Hér er ávallt afar kátt á hjalla
og ómar stundum gleði um Kjósina alla.
Sumir kátir syngja um heima og geima
en sumir lúra vært í koju og dreyma.
Fátt er betra en hér í ró að hafa
hæga stund með ömmu sinni og afa.
Í sældarför á værðarinnar vegi
ég varið gæti hérna hverjum degi.
En öll við þurfum Kjósina að kveðja
og kann það eigi nokkurt hjarta að gleðja.
En hingað verkar frækinn feiknarkraftur,
svo fljótt við munum snúa hingað aftur.
Því hvergi er í veröld betra að vera
og víst mun ávallt ljúfa í brjósti bera
minningu um bústað sem í sinni
sælu veröld lifir - Vinaminni.
og firninda, sem náttúruna mynda,
finna má í sælli veröld sinni
sumarhús, sem heitir Vinaminni.
Á botninum í djúpum, fögrum dalnum
dvelur það, í miðjum fjallasalnum.
Hvort sem er, að vori eða að vetri,
veður gerast hvergi á landi betri.
Hér logar ávallt lífsins besti eldur
og logi hans í öllum brjóstum veldur
hamingju og heimsins besta friði,
sem heyra má í tærum lækjarniði.
Hér er ávallt afar kátt á hjalla
og ómar stundum gleði um Kjósina alla.
Sumir kátir syngja um heima og geima
en sumir lúra vært í koju og dreyma.
Fátt er betra en hér í ró að hafa
hæga stund með ömmu sinni og afa.
Í sældarför á værðarinnar vegi
ég varið gæti hérna hverjum degi.
En öll við þurfum Kjósina að kveðja
og kann það eigi nokkurt hjarta að gleðja.
En hingað verkar frækinn feiknarkraftur,
svo fljótt við munum snúa hingað aftur.
Því hvergi er í veröld betra að vera
og víst mun ávallt ljúfa í brjósti bera
minningu um bústað sem í sinni
sælu veröld lifir - Vinaminni.
jan. '08