Gullbrúðkaup ömmu og afa
Sá atburður gerðist eitt sinn úti í sveit
að sjómaður ylhýra stúlkukind leit,
og hjartað hans hamaðist senn.
Hann byrjaði snemma að dömunni að dást
og dálítil kviknaði í brjósti hans ást,
sem líklega leynist þar enn.

Hann elti hana á röndum og reyndi að ná
að ræna hennar athygli símanum frá -
það svolítið seinlega gekk.
En loks varð það úr að þau mæltu sér mót,
maðurinn ungi og hin ylhýra snót -
hann ósk sína uppfyllta fékk.

Þau áttu vel saman og sungu þann brag
sem sunginn er ennþá í Kjósinni í dag
og ómar um byggðir og ból.
Nú gerum við veislu þeim hjónum í hag
því hálf öld er síðan að kirkjunnar lag
skenkti sitt giftingarskjól.

Nú þökkum við ykkur
með þýðlyndum yl
að þess fáum notið
að þið séuð til.  
Steindór Dan
1987 - ...
sept '08

Amma og afi fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli 13. september sl.


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson