Níði snúið á íslenskt veður
Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.

Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.

Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.  
Steindór Dan
1987 - ...
mars '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson