Vinaminni
Inn á milli fagurra fjallatinda
og firninda, sem náttúruna mynda,
finna má í sælli veröld sinni
sumarhús, sem heitir Vinaminni.

Á botninum í djúpum, fögrum dalnum
dvelur það, í miðjum fjallasalnum.
Hvort sem er, að vori eða að vetri,
veður gerast hvergi á landi betri.

Hér logar ávallt lífsins besti eldur
og logi hans í öllum brjóstum veldur
hamingju og heimsins besta friði,
sem heyra má í tærum lækjarniði.

Hér er ávallt afar kátt á hjalla
og ómar stundum gleði um Kjósina alla.
Sumir kátir syngja um heima og geima
en sumir lúra vært í koju og dreyma.

Fátt er betra en hér í ró að hafa
hæga stund með ömmu sinni og afa.
Í sældarför á værðarinnar vegi
ég varið gæti hérna hverjum degi.

En öll við þurfum Kjósina að kveðja
og kann það eigi nokkurt hjarta að gleðja.
En hingað verkar frækinn feiknarkraftur,
svo fljótt við munum snúa hingað aftur.

Því hvergi er í veröld betra að vera
og víst mun ávallt ljúfa í brjósti bera
minningu um bústað sem í sinni
sælu veröld lifir - Vinaminni.  
Steindór Dan
1987 - ...
jan. '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson