Til hamingju með daginn!
Tíminn líður eins og ævinlega
aldur sumra kann að verða hár.
Það fyllir suma tómlæti og trega
að tíðum skuli koma glæný ár.
En bjartast ljómar indæl æviblíðan
og ekki finnst það neinum vera séns
að núna hafi hálf öld liðið síðan
í heiminn fæddist ofurlítill Jens.


En það er víst jafnsatt og sitthvað annað
sem menn hafa ritað niður á blað.
Og það ku vera löngu ljóst og sannað
að lífið sé nú komið vel af stað.
En þó að sumir vegir virðist tepptir
verður það að teljast alveg satt
að hálf öld er af lífinu\' ennþá eftir
þótt ef til vill hún muni líða hratt.


Jens er ekki öðrum mönnum líkur -
ofurlítið spes og stundum þver...
Af vinum mjög - og vandamönnum - ríkur,
sem viðurkennist augljóslega hér.
Og ævistörfin heilum helling skarta
frá hagfræði til sunds og rótarléns.
Nú syngjum við, með hlýju í hverju hjarta:
Til hamingju með daginn kæri Jens.  
Steindór Dan
1987 - ...
10. janúar 2009 er fimmtugur Jens Pétur Jensen, faðir minn (með meiru).


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson