ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
?ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !?mér finnst alveg rosalega rómó að fara út við stjörnubjart kvöld
horfa upp og sjá jafnvel norðurljósin líða áfram
allt er heiðskýrt
það er logn
stjörnuhrap af og til
alger kyrrð
hrein rósemd
allt er frosið en enginn snjór
það er þykk hula yfir öllu
hulan eru hrímaðir ískrystallar
sem glitra við hverja andrá
ekkert er eins
náttúran liggur í dvala

svo þegar maður andar að sér hressandi lofti
sem sumpart stingur mann
þannig að maður veit að maður er lifandi
þegar maður andar frá sér gufar maður upp í tindrandi lofti
sem brotnar út í eilífðina


alger ró færist yfir mig
mér finnst ég vera eilífur
þá loka ég augunum
hvílist eitt andartak meir en ég geri með 8 tíma svefn


það sem magnar þetta upp
er þegar ég er vel klæddur
í þykkri lopapeysu eða dúnúlpu
mér er mjög hlýtt en það er samt ákveðinn hrollur í mér
ég leggst þá niður á hrímaða jörð
horfi upp
anda rólega
loka augunum, en sé samt áfram störnurnar
skyldi ég geta talið þær allar?
eru þær endalausar?
hver veit?

ég held samt áfram og sef........  
Gestur
1972 - ...
april 2000
© Gestur
gestur@svaka.net


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur